Starf yfirlögregluþjóns auglýst í fjórða sinn

Stefán Vagn Stefánson.

 Starf yfirlögregluþjóns við lögregluembættið á Sauðárkróki var á dögunum auglýst í fjórða sinn á tveimur árum. Núverandi yfirlögregluþjónn, Stefán Vagn Stefánsson, mun því að líkindum í fjórða sinn sækja tímabundið um stöðuna, í þetta sinn er staðan auglýst til 1. júní 2010.

 

 

Dómsmálaráðherra hefur boðað sameiningu og fækkun lögregluembætta og það líklega ástæðan fyrir því að enn er starfið aðeins auglýst tímabundið.

Fleiri fréttir