Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
03.07.2025
kl. 17.10
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Á heimasíðu SSNV segir að Hraðallinn hefjist 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.