Stefanía vill meira spennandi umhverfi

Stefanía Fanney Björgvinsdóttir brottfluttur Sauðárkróksbúi hefur sent Feyki línu þar sem hún biður vefinn að koma á framfæri þeirri ósk sinni að vefmyndavélin sem sýnir myndir frá Sauðárkróki verði færð á meira spennandi stað.

Bréf Stefaníu er eftirfarandi; -Ég heiti Stefanía Fanney Björgvinsdóttir og kem frá Sauðárkróki.  Það vill svo vel til að ég bý erlendis og á það til að líta mjög oft á vefmyndavélina ykkar sem er stödd á Faxatorgi, og þykir mjög gaman að sýna erlendum vinum mínum bæjin minn. Og hversu flott og sniðug við erum að hafa myndavél í miðjum bænum.

En það sem mér þykir miður er staðsetningin á þessari vél. Ég held bara að þetta sé örugglega einn sá mest óspennandi staður í bænum. Það gerist aldrei neitt þarna! Nema þá einna helst að maður sér Geirmund Valtýrs, Agnesi Skúla eða Möggu Pé keyra framhjá. Það er varla að manni takist að sjá það.
Þannig að ég er hér með að biðja ykkur fyrir hönd allra brottflutta Skagfirðinga og þá einna helst þá sem ekki geta komið í helgar frí og heimsótt einn fallegasta stað íslends um helgar, að vinsamlegast færa vefmyndavélina.
 Það hefði til dæmis verið alveg ótrúlega gaman að getað fylgst með tendrun jólatrésins núna um liðna helgi. og það vita það allir sem einhvern tímann hafa heimsótt Krókinn að kirkjutorgið er mun fallegra og skemmtilegra að líta á heldur en endilöng Skagfirðingabrautin og sundlaugin.
 Með von um að fá að fylgjast betur með ykkur í skemmtilegra umhverfi
 Stefanía Fanney Björgvinsdóttir

Fleiri fréttir