Stefna opnar skrifstofu á Sauðárkróki

Hugbúnaðarfyrirtækið Stefna á Akureyri opnaði formlega skrifstofu á Sauðárkróki sl. föstudag en fyrirtækið hefur átt trausta og góða viðskiptavini á svæðinu í gegnum árin. „Þó ekki sé langt til Akureyrar og samskipti fari að mestu fram rafrænt, þá er það von okkar að með opnun skrifstofunnar eflist þjónustan enn frekar,“ segir Róbert Freyr Jónsson sölustjóri og ráðgjafi Stefnu. Í tilefni dfagsins var boðið upp á léttar veitingar ásamt því að gestir voru fræddir um starfsemi fyrirtækisins.
Stefna er 24 manna hugbúnaðarhús frá Akureyri þar sem höfuðstöðvarnar eru en fyrirtækið er einnig með starfstöð í Kópavogi. Stefna hannar, smíðar og setur upp vefi og heimasíður fyrir stóra sem smáa, stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki af ýmsum stærðum.
„Við höfum einnig smíðað og sett upp hugbúnaðarlausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki til að halda utan um greiðslukerfi, gæðakerfi og annars konar hugbúnaðarlausnir,“ segir Róbert.
Skrifstofan er staðsett að Faxatorgi 1 en við opnun hennar sl. föstudag var boðið upp á léttar veitingar ásamt því að gestir voru fræddir um starfsemi fyrirtækisins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.