Stefnir í gott Skagfirðingablót í borginni
Miðasölunni er nú að ljúka á Skagfirðingablótið í höfuðborginni, en það verður haldið nk. laugardag, 22. janúar. Boðið verður uppá svignandi þorrahlaðborð, skagfirska tónlist og skemmtiatriði eins og þau gerast best.
Hörður Ólafsson (Bassi) leikur undir fjöldasöng og spilar danstónlist að borðhaldi loknu og er enn er pláss fyrir nokkra gesti að sögn Jóns Þórs Bjarnasonar hjá Skagfirðingafélaginu í Reykjavík, en í gærkvöldi voru u.þ.b. tuttugu miðar eftir.
Veislustjóri verður húmoristinn og hagyrðingurinn Valgerður Erlingsdóttir og valinkunnir skagfirskir söngvarar taka lagið, s.s. sveifludrottningin Ásta Júlí...a Hreinsdóttir o.fl. Sigfús Sigfússon (Fúsi Agga) verður með léttan þorrapistil.
Eins og í fyrra verður Skagfirðingablótið haldið í Húnabúð í Skeifunni 11. Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst uppúr kl. 20:00. Vínveitingar eru á staðnum, en annars mætir hver og einn með sinn uppáhalds drykk eftir föngum.
Herlegheitin öll (matur, skemmtun og ball) kosta aðeins kr. 4.900,- og greiðast með því að leggja inná reikning Skagfirðingafélagsins í Reykjavík: 140-26-1752 (kt. 580269-5759)
Nánari upplýsingar: Í síma: Lúlla (898 1766), Hulda (866 0114) og Radda (692 3924).
Á Facebook: http://www.facebook.com/?ref=home#!/event.php?eid=112499938818886
Netfang félagsins er skagfirdingafelagid@gmail.com