Stefnt að meistaraflokki kvenna veturinn 2012 - 2013
Á sameiginlegum fundi stjórnar og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar í gærkvöldi var ákveðið að stefna á þátttöku meistaraflokks kvenna í Íslandsmótinu, keppnistímabilið 2012-2013. Telur körfuknattleiksdeildin þetta vera rökrétt framhald á uppbyggingu stúlknaflokkanna undanfarin ár og mun undirbúningur að þessu fara þegar af stað innan deildarinnar. Síðast var Tindastóll með meistaraflokk keppnistímabilið 2007-2008.