Steinnes og Hof á Höfðaströnd tilnefnd Hrossaræktarbú ársins

Fagráð í hrossarækt hefur tilnefnt ellefu hrossaræktarbú til verðlaunanna „Hrossaræktarbú ársins“ en þar á meðal eru ræktunarbúin Hof á Höfðaströnd í Skagafirði og Steinnes í Austur-Húnavatnssýslu. Verðlaunin verða afhent á árlegri ráðstefnu fagráðs á Hótel Sögu nk. laugardag, þann 8. nóvember.

Á heimasíðu Eiðfaxa kemur fram að á ráðstefnunni verða einnig veittar viðurkenningar til handa átta hryssum sem hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi þetta árið.

Ræktunarbúin sem hlutu tilnefningu eru:

  • Einhamar 2
  • Eystra-Fróðholt
  • Fet
  • Flagbjarnarholt
  • Halakot
  • Hof á Höfðaströnd
  • Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
  • Lambanes
  • Laugarbakkar
  • Miðás
  • Steinnes

Fleiri fréttir