Stelpurnar í 3. flokki selja páskaliljur og greinar
feykir.is
Skagafjörður
08.04.2019
kl. 08.03
Páskarnir eru að koma og vorið líka og því vinna stelpurnar í 3. flokki Tindastóls hörðum höndum að því að fjármagna fótboltaferðina sína í knattspyrnuskóla á Spáni í sumar. Þær hafa verið í samstarfi við Blóma og gjafabúðina á Sauðárkróki að bjóða páskaliljur og páskagreinar til sölu.
Ef einhverjir eru áhugasamir um að fegra heimilið með greinum og liljum, og ekki síður að styrkja stelpurnar, þá er hægt að panta í síma 8625771 fyrir 9. apríl og munu stelpurnar koma þeim til ykkar 12.-13. apríl.
Í boði eru:
Páskagreinar í búnti (5 stk í hverju búnti) 2100 kr.
Páskaliljur í búnti ( 7 stk í hverju búnti) 2100 kr.
Stök stór grein 1000 kr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.