Stelpurnar unnu FSu – Annar leikur í dag

Stelpurnar í Tindastól höluðu inn sínum fyrstu stigum er þær gerðu sér lítið fyrir og unnu stöllur sínar í FSu í gær í fyrstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Tindastóll var betri aðilinn í leiknum allan tímann en hann endaði 59-54. Stelpurnar eiga annan leik klukkan 13:00 í dag við Laugdæli og er fólk hvatt til að fjölmenna í Síkið líkt og í gær.

Tindastóll er nú með tvö stig eins og Breiðablik og Fjölnir en Stjarnan trónir á toppnum með fjögur stig. Grindavík b, FSu, Þór Ak. og Laugdælir hafa enn ekki unnið leik.

Fleiri fréttir