Sterkari innviðir og vaxandi starfsánægja þrátt fyrir áskoranir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
17.05.2025
kl. 10.31
Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Í fréttatilkynningu frá HSN segir að þrátt fyrir áskoranir í rekstri hafi þó orðið mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.