Stjórn og trúnaðarráð Stéttarfélagsins Samstöðu funduðu í síðustu viku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.09.2010
kl. 08.20
Fyrir skömmu fundaði Gylfi Arnbjörnsson , forseti ASÍ með stjórn Samstöðu í sal Samstöðu á Blönduósi.
Þar var farið yfir tillögur að breytingum á skipulagi ASÍ og Gylfi fór einnig yfir samskipti Alþýðusambandsins við ríkisstjórn og SA á samningstímanum sem nú er að líða. Þá var að sjálfsögðu rætt um komandi kjarasamninga en nú er að hefjast undirbúningur þeirra hjá félögunum.
Stjórn og trúnaðarráð Samstöðu fundaði síðan í síðustu viku og var þar ákveðið að stjórn og trúnaðarmenn haldi fundi á sem flestum vinnustöðum á næstu vikum til að fá fram kröfur félagsmanna vegna komandi samningaviðræðna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.