Stjórnendaþjálfun LMI á Íslandi

Kynning á LMI stjórnendaþjálfun fer fram í Verinu, á Sauðárkróki þriðjudaginn 23. mars og  kl. 16:00 til 17.30 og er öllum opin. Sérstaklega er stjórnendum fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og annarra sem vilja ná árangri bent á að kynna sér þessa aðferð.

Stjórnendaþjálfunin frá LMI er fyrir alla stjórnendur í smáum sem stórum fyrirtækjum. Það sem gerir þessa þjálfun sérstaka er að einkaráðgjafi fylgir þátttakandanum eftir til lengri tíma eða allt að 5-6 mánuði.  Þjálfunin fer fram á vinnustað þátttakandans og verkfærum námsefnisins er beitt á þau verkefni sem þátttakandinn fæst við í daglegu starfi. Um er að ræða einstaklingsþjálfun. Undanteking er þó ef fleiri en einn stjórnandi frá sama fyrirtæki tekur þjálfunina. Þá græða menn á því að vinna þjálfunina saman.

LMI á Íslandi, Leadership Management International, er stjórnenda- eða leiðtogaþjálfun sem er upprunnin frá Huston í Texas, USA. Hún hefur notið mikilla vinsælda víða um heim og á hverju ári fara þúsundir stjórnenda og leiðtoga, hér á landi sem og víða erlendis, í gegnum þessa þjálfun. Má þar nefna að um þrjátíu þúsund stjórnendur í Svíþjóð og yfir tíu þúsund stjórnendur í Danmörku hafa nýtt sér þessa þjálfun. Hún byggist á yfir 40 ára reynslu og rannsóknum. Þjálfunar- eða námsefnið er viðamikið og margskonar matslistar á eigin frammistöðu eru notaðir ásamt ýmsum stjórnunarverkfærum. Reynir-ráðgjafstofa á Akureyri hefur dreifingarrétt á Íslandi á stjórnendaþjálfunarefni frá LMI, en ráðgjafar eru starfandi víða á landinu .

 

 

 

Fleiri fréttir