Stjörnusjónaukar í alla skóla landsins

Félagar frá Stjörnufræðivefnum og í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnanes komu í Árskóla í dag á ferð sinni um landið en félagið ætlar að gefa stjörnusjónauka í alla grunn- og framhaldsskóla á landinu.

 Það voru þeir Ottó Elíasson og Sævar Helgi Bragason sem komu hingað í Árskóla en þeir höfðu fyrr í dag farið í aðra skóla á Norðurlandi vestra og var Árskóli síðasti viðkomu staður dagsins. En á morgun munu þau afhenda sjónaukann á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu. 

Aðspurðir um áhuga sinn á stjörnufræði segjast þeir hafa haft áhuga síðan þeir voru börn en fyrsta bókin sem Sævar tók á bókasafni skólans var stjörnufræði bók. „Þegar ég var að labba í skólann horfði ég alltaf upp í himininn og var að velta stjörnunum fyrir mér. Síðan eftir að ég sá Satúrnus í sjónauka í fyrsta sinn þá var ekki aftur snúið, enda er mikil upplifun að sjá stjörnurnar þannig.

Strákarnir eru báðir nemendur í Háskóla Íslands auk þess að vinna að Stjörnufræðivefnum.  Ástæða þess að nú er verið að gefa sjónaukana er sú að í fyrra var alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar og spratt þessi hugmynd upp í sambandi við það. Við höfum fengið styrki til þess að geta klárað verkefnið til dæmis frá CCP, Menntamálaráðuneytinu og Alcoa Fjarðaráli auk fjölda minni styrktaraðila.  Okkur langað að deila með nemendum ánægjunni af því að sjá stjörnurnar á alveg nýjan máta.

Okkur lá forvitni að vita hvernig hægt væri að þekkja muninn á stjörnum og gervitunglum en strákarnir segja að gervitungl séu „stjörnurnar“ sem eru á hreyfingu og eins þessar sem virðast stækka og smækka til skiptis en þá er að líkindum um gervitungl að ræða. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með er hægt að fara inn á heavenabove.com og staðsetja sig þar. En inni á þeim vef  má fylgjast með ferðum gervitungla.

Strákarnir ætla að ferðast áfram enda er eitt af markmiðunum að reyna að afhenda sem flesta sjónauka í eigin persónu.

Texti og mynd; Fjölmiðlaval Árskóla.

Fleiri fréttir