Stóðhross Fljótamanna komin til byggða

Síðastliðinn laugardag tókst að koma þeim hrossum í Vestur Fljótum sem stungu af til fjalla um fyrri helgi til rétta. Farið var að huga að hrossunum um leið og þoku létti á fimmtudag í síðustu viku.

Tóks að koma hluta þeirra niður af fjallinu þann dag og afgangnum daginn eftir. Þau voru í fremur slæmu ásigkomulagi enda gróður og vatnslaust uppá fjallinu þar sem þau héldu sig.   Á laugardag var svo afgangurinn af stóðinu sóttur þangað sem hann hélt sig á Sigríðarstaðadal. Tókst að koma hrossunum til réttar eftir miklar sviptingar á laugardag rétt fyrir myrkur utan einu sem tókst að snúa á þá sem smöluðu. Þegar hrossin sem eingöngu voru tryppi voru dregin sundur s.l. sunnudag voru þau hin spökustu við eigendur sína og allt æði runnið af þeim.  Texti og mynd ÖÞ:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir