Stóðréttardagur í Víðidal nálgast

Nú eru aðeins örfáir dagar í stóðsmölun og stóðréttir í Víðidalstungurétt í Víðidal. Hátíðin hefst  kl 17.30 á fimmtudaginn með sölusýningu á Gauksmýri. Föstudaginn 1. okt. er stóðinu smalað til byggða.

Gestir sem ætla að taka þátt í smöluninni fara af stað frá Hrappstöðum um kl. 10. Þeir sem ætla  að vestan mæta í Valdarásrétt um hádegi. Um kvöldið er kjörið að fá sér kjötsúpu í Víðigerði  eða hjá þeim heiðurshjónum Siggu og Jóa á Gauksmýri. Á laugardag verður grillhlaðborð á Gauksmýri og vissara að panta í síma 4512927. Laugardaginn 2. okt. er stóðið rekið til réttar stundvíslega kl. 10 og hefjast þá réttarstörf. Í réttinni stendur Kvenfélagið Freyja fyrir happdrætti og fæst miði með því að versla veitingar af félaginu. Aðalvinningurinn er folald !!

Í Víðidalstungurétt mjá jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa. Búst má við uppboði á völdum hrossum þar sem hægt verður að nálgast draumahestinn á viðráðanlegu verði. Á laugardagskvöld er dansleikur í Víðihlíð þar sem hljómsveit Geirmundar heldur uppi sveiflunni eins og honum einum er lagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir