Stólarnir fá hluta lógósöfnunar Feykis

Í tilefni góðrar lógósöfnunar í Feyki, undanfarinna tveggja blaða, þar sem meistaraflokki Tindastóls er óskað til hamingju með Maltbikarinn ákvað Nýprent, sem gefur blaðið út, að láta hluta andvirðisins renna til deildarinnar. Einnig fékk plaggat af bikarmeisturunum, með myndum Hjalta Árna, að fljóta með ásamt upplýsingum um gengi liðsins í keppninni.
Það var Sigríður Garðarsdóttir, starfsmaður Nýprents, sem afhenti í gær stjórn körfuknattleiksdeildar kr. 200.000,- ásamt plaggatinu góða. Þeir Stefán Jónsson, Björn Hansen og Ingólfur Jón Geirsson voru ánægðir með höfðinglega gjöf Nýprents sem þeir sögðu að kæmi sér vel í rekstri deildarinnar. Plaggatið var síðan hengt upp við vesturinngang íþróttahússins og vakti mikla athygli þeirra er mættu á sigurleik Tindastóls gegn Grindavík í gærkvöldi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.