Stólastelpur mæta Hamarsstelpum í Síkinu á morgun, laugardaginn 26. okt. kl. 16:00

Tess í stökkskoti á móti Njarðvík. Mynd: Hjalti Árna
Tess í stökkskoti á móti Njarðvík. Mynd: Hjalti Árna

Það er skyldumæting í Síkið á morgun, laugardaginn 26. október, þegar Stólastelpur mæta Hamarsstelpum frá Hveragerði í sínum fjórða leik í 1. deildinni. Stólastelpur eru búnar að vinna tvo leiki og tapa einum en Hamar er búið að tapa öllum sínum þrem leikjum og er þeim spáð neðsta sæti í deildinni í vetur. Þá spila Stólastelpur aftur við Hamarsstelpur á sunnudaginn kl. 13. Það er því um að gera að fara í Síkið bæði á laugardaginn og sunnudaginn og hvetja stelpurnar okkar áfram til sigurs. Áfram Tindastóll. 

Staðan fyrir leikinn í deildinni er....

 

1. Njarðvík (3/1) - 6 stig

2. ÍR (3/1) - 6 stig

3. Keflavík b  (2/1) - 4 stig

4. Tindastóll (2/1) - 4 stig

5. Grindavík b  (1/1) - 2 stig

6. Fjölnir  (0/3) - 0 stig

7. Hamar  (0/3) - 0 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir