Stólastúlkur mæta liði ÍBV í Mjólkurbikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
16.05.2025
kl. 23.16
Dregið var í átta liða úrslit í Mjólkurbikar karla og kvenna í dag. Kvennalið Tindastóls var í pottinum eftir frækinn sigur á liði Stjörnunnar fyrr í vikunni og má segja að lukkan hafi verið með Stólastúlkum, Þær fá heimaleik og mæta liði ÍBV sem spilar í Lengjudeildinni. Það er þó aldrei á vísan að róa í bikarnum en sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er sannarlega girnileg gulrót fyrir liðið.