Stólastúlkur sóttu sigur í Grindavík

Stólastúlkur fagna marki í fyrri leik liðanna í sumar. MYND: ÓAB
Stólastúlkur fagna marki í fyrri leik liðanna í sumar. MYND: ÓAB

Fimmtánda umferðin í Inkasso-deild kvenna kláraðist í dag þegar lið Grindavíkur og Tindastóls mættust á Mustad-vellinum í Grindavík.  Lið Tindastóls er að berjast um þriðja sætið í deildinni við lið Hauka í Hafnarfirði og mega ekki misstiga sig í þeirri baráttu þó þriðja sætið gefi lítið annað en stolt  og vitni um frábært sumar Stólastúlkna. Niðurstaðan í Grindavík var 0-3 sigur og skutust stelpurnra því upp fyrir Hauka á ný og sitja í þriðja sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.

Það var Vigdís Edda sem kom liði Tindastóls yfir á 12. mínútu og staðan í hálfleik 0-1. Það var síðan að sjálfsögðu markamaskínan Murr sem bætti við tveimur mörkum, því fyrra á 71. mínútu og hún bætti öðru marki sínum við tveimur mínútum síðar.

Það var kærkomið að halda hreinu í dag en lið Tindastóls er enn án nokkurra lykilleikmanna og þannig er t.d. Jackie enn þá úr leik. Fyrir vikið fá nokkrir af óreyndari leikmönnum liðsins að spreyta sig og öðlast dýrmæta reynslu. Næsti leikur Tindastóls er á Króknum 8. september en þá kemur lið Aftureldiingar í heimsókn. Lið Tindastóls er með 28 stig í deildinni, Haukar eru með 27 stig og hafa verið á siglingu að undanförnu og þá er lið Aftureldingar í fimmta sæti með 21 stig. Það er því næsta víst að Stólastúlkur hafa nú þegar nánast gulltryggt eitt af fjórum efstu sætum Inkasso-deildarinnar í sumar – vinsamlegast réttið upp hend sem bjuggust við því fyrir tímabilið? 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir