Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði

Sigurvegarar kvöldsins. Fv,

Þriðjudaginn síðasta fór Stóra upplestrarkeppnin fram í sal FNV við hátíðlega athöfn. Keppendur voru nemendur 7. bekkja grunnskóla í Skagafirði og Siglufirði. Lásu keppendur brot úr skáldverkum og ljóð.

 

 

 

Lesinn var texti úr bókinni Leyndardómar ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttir og  ljóð eftir Örn Arnarsson. Eftir hlé lásu krakkarnir ljóð að eigin vali.

 

Nemendur Tónlistaskóla Skagafjarðar spiluðu fyrir gesti og stóðu sig með stakri prýði.

Úrslit urðu þau að fyrsta sætið hreppti Inga Margrét Jónsdóttir úr Árskóla, öðru sæti náði Fanney Birta Þorgilsdóttir úr Hofsósi og þriðja sætinu náði Rósanna Valdimarsdóttir úr Varmahlíðarskóla.

 

Myndir frá keppninni er hægt að finna á vef Árskóla

Fleiri fréttir