Strandaglópar með tvö sprungin dekk
feykir.is
Skagafjörður
26.08.2014
kl. 10.50
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var í gær kölluð út að Ásbjarnarvötnum, austan Hofsjökuls, til aðstoðar fjölskyldu sem þar var stopp vegna þess að sprungið hafði á tveimur dekkjum á bifreið þeirra. Þegar útkallið barst höfðu þau verið stopp í þrjá til fjóra tíma.
Það tók björgunarsveitarmenn síðan þrjá tíma í viðbót að komast á staðinn. Aðstoðuðu þeir ferðalangana við að skipta um dekkin og fylgdu þeim síða niður til byggða. Ekkert amaði að fólkinu, að sögn Þorsteins Guðmundssonar, formanns Flugbjörgunarsveitarinnar.