Strokupiltar stöðvaðir

Tveir piltar 14 og 15 ára gamlir sem flúið höfðu af vistheimili í Skagafirði í nótt voru stöðvaðir af Blönduóslögreglunni í nótt Lögreglan þurfti að setja upp hindranir til þess að stöðva bílinn sem er eitthvað skemmdur en engin slys urðu á fólki.

Lögreglan á Sauðarkróki fékk beiðni um aðstoð um kl. 4:30 í nótt frá vistheimilinu, en tveir piltar sem þar dvöldu höfðu stolið bíl sem þar var og lagt af stað í átt til Reykjavíkur.

Lögreglan á Sauðárkróki fór á eftir bílnum, en óskað eftir aðstoð frá Blönduósi við að stöðva hann. Hún lokaði veginum við bæinn Breiðavað skammt austan við Blönduós með aðstoð slökkviliðsins á Blönduósi. Þar endaði ferð piltanna um kl. 5:30 í nótt. Þeir höfðu þá ekið tæplega 100 km leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir