Stuðningsmannafundur fyrir leikinn í kvöld

Körfuknattleiksdeildin boðar til opins stuðningsmannafundar fyrir leikinn gegn KFÍ í kvöld. Var þetta reynt með góðum árangri fyrir ársmiðahafa fyrir leikinn gegn Njarðvík en ákveðið að hafa þetta í boði fyrir alla sem áhuga hafa á framvegis.

Samverustundin hefst kl. 18.30. Á fundinum mun Kári Marísson aðstoðarþjálfari meistaraflokksins fara yfir helstu atriðin í leikskipulagi kvöldsins og fjallað verður um andstæðingana í KFÍ.

Megin verkefnið er þó að þétta raðir stuðningsmanna og skapa skemmtilega stemningu á leiknum. Svangir geta keypt sér súpu fyrir 500 krónur.

Af KFÍ mönnum er það að frétta að þrátt fyrir leiðinlega veðurspá þá eru Ísfirðingar öllu vanir og lagðir af stað norður og stefna ótrauðir á leik í kvöld.

Fleiri fréttir