Stund fyrir Sturlu Þórðarson

Á þriðjudagskvöldið í næstu viku standa félagið Á Sturlungaslóð og Kakalaskáli á Kringlumýri í Blönduhlíð fyrir viðburði sem nefndur er Stund fyrir Sturlu Þórðarson.

Munu þeir Sigurður Hansen sagnaþulur og Einar Kárason rithöfundur fjalla um þessa merku hetju Sturlungaaldar, en um þessar mundir eru 800 ár liðin frá fæðingu sagnaskáldsins. Karlaraddir úr skagfirska kammerkórnum taka lagið og eru allir boðnir velkomnir á þennan viðburð og frítt verður inn.

Fleiri fréttir