Styðjum Rósu og fjölskyldu!

Kvenfélagið Iðunn í Bæjarhreppi hefur stofnað styrktarreikning í Sparisjóðnum á Hvammstanga til handa Rósu Jósepsdóttur bónda á Fjarðarhorni í Bæjarhreppi sem glímir við bráðahvítblæði.

Fyrir dyrum stendur löng sjúkrahúsvist í Svíþjóð vegna mergskipta sem hún þarf að gangast undir og til að létta undir með henni fjárhagslega var reikningurinn stofnaður. Þeir sem vilja styðja við bakið á Rósu geta lagt sitt framlag á reikning 1105-05-403500 og kennitalan er 0212584669.

Sýnum umhyggju í verki, segja kvenfélagskonur og við tökum undir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir