Styrkir lausir til umsóknar
Þann 15. janúar verða styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar og mun þá verða hægt að nálgast rafrænt umsóknareyðublað á heimasíðu Atvinnumála kvenna.
Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlana, markaðssetningar innanlands og erlendis, vöruþróunar og hönnunar og launastyrk fyrir þær konur sem hafa stofnað fyrirtæki nýlega en ekki hafið rekstur eða þær sem hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni.
Til að geta sótt um styrk þarf verkefnið/fyrirtækið að vera í eigu konu/kvenna að minnsta kosti 50% og krafa er gerð um nýnæmi vöru eða þjónustu og að fyrirtækið/verkefnið veiti atvinnu til lengri tíma. Hámarksstyrkur er 2.000.000 og styrkur vegna gerðar viðskiptaáætlunar er kr. 300.000.
Nánari upplýsingar um reglur varðandi styrkina má finna á heimasíðunni atvinnumalkvenna.is.