Sundlaug Sauðárkróks opnar á ný eftir endurbætur
Sundlaug Sauðárkróks hefur verið opnuð aftur eftir endurbætur en vegna skólasunds verður opnunartími aðeins frábrugðinn hefðbundnum opnunartíma.
Opnar sundlaugin kl 16:00 á virkum dögum fyrir almenning og gildir sá tími næstu tvær vikurnar. Opið er frá mánudegi til fimmtudags kl. 16:00 - 20:30, föstudaga 16:00 - 20:00, laugadaga og sunnudaga 10:00 - 16:00.