Sundlaug Sauðárkróks opnar í apríl

Endurbætur á sundlauginni á Sauðárkróki hafa þróast þannig að nú er stefnt  að opnun laugarinnar  fyrri hluta apríl. Lengri lokun núna þýðir að ekki þarf að koma til lengri lokana seinna á verktímanum, þó það gæti þurft að loka einhverja daga.

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar kemur fram að með þessu sé verið að búa öllum þeim sem koma að lauginni betra umhverfi til loka framkvæmda. Einnig segir að við opnun í apríl verði tekin í notkun hluti af nýju anddyri, lyfta milli 1. og 2. hæðar, nýr kvennaklefi á 2. hæð og endurbættur á gufuklefa á 1. hæð, en hann mun þjóna sem karlaklefi fyrst um sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir