Sundlaugin á Hofsósi
Ljósmyndari Feykis kom við á Hofsósi um helgina og myndaði gang mála við byggingu sundlaugar á Hofsósi en þar er nú unnið alla daga vikunnar. Óhætt er að fullyrða að sundlaugin eigi eftir að setja skemmtilegan svip á þorpið austan Vatna eins og myndirnar sem hér fylgja ættu að gefa til kynna.
Fleiri fréttir
-
Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 20.08.2025 kl. 09.47 oli@feykir.isSSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Íbúafundirnir eru fyrsta skrefið í þessari vinnu, að íbúar og fyrirtæki fái að taka þátt í að móta samskiptastefnuna og hafa áhrif á innihald hennar og útlit.Meira -
Íslandsmeistarinn Máni
Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi í Skagafirði er í nýbakaður Íslandsmeistari í straumkayak siglingum.Meira -
Arnar Björns valinn í lokahóp Íslands fyrir EuroBasket
EuroBasket 2025, Evrópukeppnin í körfuknattleik, er að skella á en Ísland leikur í Póllandi í sínum riðli og hefur leik fimmtudaginn 28. ágúst. Í dag var íslenski landsliðshópurinn kynntur til sögunnar en liðið hefur æft stíft síðustu vikurnar og nú er búið að tálga utan af hópnum. Það er gleðilegt að einn Tindastólsmaður er í landsliðshópnum því Arnar Björnsson verður með á EuroBasket og full ástæða til að óska okkar manni til hamingju!Meira -
Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna í Húnaþingi vestra
Líkt og fyrri ár stendur til að Húnaþing vestra veiti umhverfisviðurkenningar í flokkunum Umhverfi og aðkoma sveitabæja/fyrirtækjalóða annars vegar og umhverfi og garðar einkalóða/sumarbústaðalóða hins vegar. Á heimasíðu sveitarfélagiins er skorað á þá sem vita af görðum eða svæðum sem eiga slíka viðurkenningu skilið að senda inn tilnefningar.Meira -
Sveit GSS sigraði 3. deildina eftir æsilega keppni
Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla fór fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 15.-17. ágúst. Alls voru átta klúbbar sem tóku þátt en eftir æsispennandi úrslitaleik milli liða Golfklúbbs Skagafjarðar og Golfklúbbs Húsavíkur, þar sem úrslit réðust í bráðabana, þá höfðu Skagfirðingarnir betur og fara upp um deild, spila í 2. deild að ári.Meira