Sundlaugin í Varmahlíð lokuð vegna viðhalds
Frá og með deginum í dag 19. maí verður sundlaugin í Varmahlíð lokuð vegna viðhaldsvinnu.
Ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur og verður það auglýst síðar. Þetta kemur fram á vef Skagafjarðar.
Fleiri fréttir
-
Umhverfisdagar Skagafjarðar fara í framlengingu
Ákveðið hefur verið að framlengja umhverfisdaga Skagafjarðar 2025 til og með 25. maí sem er laugardagur. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og öðrum hræjum í endurvinnslu. Snyrti til í og við lóðir sínar og lönd, og á nærliggjandi opnum svæðum. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins.Meira -
Húnabyggð styrkir nemendur í framhaldsnámi
Námsstyrkur er veittur ungmennum sem eiga lögheimili í Húnabyggð og voru í viðurkenndu framhaldsnámi vorönn 2025. Fram kemur í tilkynningu á haimasíðu Húnabyggðar að upphæð námsstyrs er 60.000kr. pr. önn og er styrkurinn greiddur út eftir hverja önn að staðfestri skólavist.Meira -
Malbikað í Túnahverfinu á Króknum
Sumarið er skollið á landsmönnum og sumrinu fylgja jafnan framkvæmdir sem ekki er gott að inna af hendi á öðrum árstímum. Eins og til dæmis malbikun og á vef Skagafjarðar er tilkynnt um að næstu daga verði malbikunarframkvæmdir á Túngötu á Sauðárkróki en það er gatan sem liggur í gegnum Túnahverfið.Meira -
Sigurður Björgvinsson er skákmeistari Skagastrandar
Á vef Skagastrandar er sagt frá því að nýlega lauk Skákmóti Skagastrandar árið 2025 en keppendur vori átta talsins. Skákmeistari Skagastrandar var Sigurður Björgvinsson með 6 vinninga. Í öðru og þriðja sæti voru Halldór G. Ólafsson og Jens Jakob Sigurðarson með 5 vinninga.Meira -
Miðasala á LEIKINN verður í Tindastólssjoppunni í kvöld
Það er óhætt að fullyrða að það er gígantísk eftirvænting fyrir úrslitaleik Tindastóls og Stjörnunnar sem verður í Síkinu á Króknum annað kvöld en miðaeftirspurn hefur náð nýjum og óþekktum hæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Síkinu og spennan er áþreifanleg. Á síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls á Facebook kemur fram að almenn miðasala verður í Tindastólsísjoppunni í íþróttahusinu í kvöld, þriðjudag og hefst kl. 19:00. Hver aðili getur keypt að hámarki tvo miða.Meira