Sunnanátt og rigning
Sunnan 10-18 og rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hægari og úrkomulítið síðdegis. Sunnan- og suðaustan 8-15 og rigning með köflum á morgun. Hiti 0 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él eða skúrir, en léttskýjað á N- og A-landi. Hægari seinnipartinn. Frost víða 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga hiti við suðurströndina.
Á fimmtudag:
Suðaustan- og austan 5-15, hvassast við S-ströndina. Slydd og síðar rigning, en úrkomulítið N-lands. Hlýnandi í bili.
Á föstudag:
Suðaustan 8-15, hvassast SV-til. Rigning, en þurrt að kalla N- og A-lands. Hiti 2 til 7 stig. Suðvestlægari SV-til um kvöldið með slydduélum og kólnandi veðri.
Á laugardag:
Ákveðin suðlæg átt og víða rigning eða slydda. Hiti 1 til 6 stig.
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, skúrir og síðar él, einkum sunnan- og vestantil, en rigning SA-lands. Kólnandi veður.