Sunnukvistir ræktunarbú ársins 2012

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin sl. laugardag í Félagsheimilinu á Blönduósi en samkvæmt heimasíðu Hestamannafélagsins Neista tókst hún vel. Þar voru knapar og ræktendur sýslunnar verðlaunaðir og var það Ólafur Magnússon, knapi hjá Neista, sem var valinn knapi ársins 2012. Ræktunarbú ársins er Sunnukvistir, Skagaströnd.

Samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins átti Ólafur góðu gengi að fagna á ýmsum mótum í sumar, sigraði til að mynda í töltkeppni KS deildar, var í úrslitum í tölti á Ís-landsmóti. Á Landsmóti varð hann í 10. sæti í B-flokk og 15. sæti í tölti á Gáska frá Sveinsstöðum.

Samtök Hrossabænda í A.-Hún veittu að venju ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin. Eigendur eftirfarandi hrossa hlutu viðurkenningu:

Hryssur

  • 4 vetra
  • Katla frá Blönduósi
  • F. Akkur frá Brautarholti
  • M. Kantata frá Sveinatungu
  • B: 7,96  H: 8,45  A: 8,25
  • Ræktendur og eigendur: Tryggvi Björnsson og Ásgeir Blöndal
  • Sýnandi: Tryggvi Björnsson
  • 5 vetra
  • Eydís frá Hæli
  • F. Glymur frá Innri Skeljabrekku
  • M. Dáð frá Blönduósi
  • B: 7,99  H: 8,40  A: 8,24
  • Ræktandi og eigandi: Jón Kristófer Sigmarsson
  • Sýnandi: Gísli Gíslason
  • 6 vetra
  • Kátína frá Steinnesi
  • F. Garpur frá Hvoli
  • M. Kylja frá Steinnesi
  • B:  7,57  H: 8,38  A: 8,06
  • Ræktendur og eigendur: Magnús Jósefsson og Tryggvi Björnsson
  • Sýnandi: Tryggvi Björnsson
  • 7 vetra og eldri
  • Smáralind frá Skagaströnd 
  • F. Smári frá Skagaströnd
  • M. Sól frá Litla-Kambi
  • B: 8,15   H:  8,46   A: 8,34
  • Ræktandi: Sveinn Ingi Grímsson
  • Eigandi: Gestüt Sunnaholt GmbH
  • Sýnandi:  Þórarinn Eymundsson

Stóðhestar

  • 5 vetra
  • Guðberg frá Skagaströnd
  • F. Smári frá Skagaströnd
  • M. Þyrla frá Skagaströnd
  • B: 7,96   H: 8,23   A: 8,12
  • Ræktandi:  Sveinn Ingi Grímsson
  • Eigandi: Eva Husbom
  • Sýnandi:  Guðmundur Friðrik Björgvinsson
  • 6 vetra
  • Kompás frá Skagaströnd
  • F.  Hágangur frá Narfastöðum
  • M. Sunna frá Akranesi
  • B: 8,46   H: 8,40    A:  8,43
  • Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
  • Sýnandi: Daníel Jónsson
  • 7 vetra og eldri
  • Sævar frá Hæli
  • F.  Keilir frá Miðsitju
  • M. Veröld frá Blönduósi
  • B: 8,26  H: 8,23   A: 8,24
  • Ræktandi: Jón Kristófer Sigmarsson og Ólöf Birna Björnsdóttir
  • Eigandi: Inge Kringeland
  • Sýnandi:  Heiðrún Ósk Eymundsdóttir

Sölufélagsbikarinn svokallaða hlaut svo  hæst dæmda hryssa á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.

  • Sif frá Söguey 
  • F. Orri frá Þúfu
  • M. Gefjun frá Sauðanesi
  • B: 8,29  H: 8,07   A: 8,16
  • Ræktandi:  Torben Haugaard
  • Eigendur: Tryggvi Björnsson og Jónas Hallgrímsson
  • Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

Búnaðarbankabikarinn fékk hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.

  • Áfangi frá Sauðanesi
  • F.  Hágangur frá Narfastöðum
  • M. Slæða frá Sauðanesi
  • B:  8,50  H: 7,75   A: 8,05
  • Ræktandi og eigandi:  Ingibjörg Guðmundsdóttir
  • Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns.

  • Kompás frá Skagaströnd 
  • F.  Hágangur frá Narfastöðum
  • M. Sunna frá Akranesi
  • B: 8,46   H: 8,40    A:  8,43
  • Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
  • Sýnandi: Daníel Jónsson

Sunnukvistir, Skagaströnd var valið ræktunarbú  ársins 2012 og tóku þau Sveinn Ingi Grímsson og Líney Jósefsdóttir við verðlaununum. Fimm hross úr ræktun þeirra voru sýnd í kynbótadómi á árinu, þau: Sunna með aðaleinkunn 8,02,  Guðberg með aðaleinkunn 8,12, Kompás með aðaleinkunn 8,43, Smáralind með aðaleinkunn 8.34 og Kostur með aðaleinkunn 7,95. Kvistur fór í úrtöku fyrir Landsmót hjá Herði og fékk þar í aðaleinkunn 8,91 en í A-flokki á Landsmóti fékk hann aðaleinkunnina 8,56.

Myndir frá Uppskeruhátíðinni má finna á heimasíðu hestamannafélagsins Neista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir