Svæðisfundur um Norðurstrandarleiðina á Blönduósi
Næstkomandi fimmtudag, 30. nóvember kl. 20:00, verður haldinn svæðisfundur vegna ferðamannavegarins Norðurstandarleiðar - Arctic Coast Way á veitingastaðnum Borginni á Hótel Blöndu.
Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is er verkefninu Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið ætlað að draga athygli ferðamanna að strandlengjunni meðfram Norðurlandi, allt frá Hvammstanga til Bakkafjarðar um svokallaðan ferðamannaveg þar sem leitast er eftir að skapa vörumerki sem eykur tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu.
Á fundinum verður verkefnið kynnt stuttlega en unnið verður út frá fjórum markmiðum með það að tilgangi að draga fram það besta sem svæðið hefur upp á að bjóða í fjórum flokkum:
- Bestu gönguleiðirnar.
- Bestu strendurnar.
- Bestu staðirnir til að horfa á miðnætursólina.
- Bestu staðirnir til að fylgjast með norðurljósum
Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á verkefninu og að hafa áhrif á mótun þess. Óskað er eftir þátttökuskráningu með pósti til ferðamálafulltrúa Austur Húnavatnssýslu á vefpóstinn info@nwest.is eða í síma 452-4848.
Þeir sem vilja fræðast meira um verkefnið geta lesið sér til á vef Markaðstofu Norðurlands https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw
Fleiri fréttir af Norðurstrandarleið má finna hér: Norðurstrandarleið á góðum rekspöl, Arctic Coastline Route - Strandvegur um Norðurland og Sveitarfélög í Húnavatnssýslum taka þátt í Arctic Coast Way
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.