Svæðisleiðsögunám á Norðurlandi

Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á Svæðisleiðsögunám á Norðurlandi í samvinnu við Leiðsöguskólann í MK og SBA- Norðurleið. Námið er alls 22 einingar og fer kennsla fram við Háskólann á Akureyri. Námið verður einnig í boði í fjarkennslu á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga og Farskólans-miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra.

Leiðsögunám miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemenda til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þetta nám á að veita nemendum sérmenntun á sviði svæðisleiðsagnar um Norðurland.  

Svæðisleiðsögunámið er fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu, menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi, íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Norðurlandi, ferðamannaleiðir og leiðsögutækni.

Að náminu koma fjölmargir kennarar, bæði á háskólastigi og framhaldskólastigi, ásamt leiðsögumönnum, ferðaþjónustuaðilum og fagfólki og er markmið leiðsögunámsins að búa nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um Norðurland. Að námi loknu fá nemendur réttindi til að starfa sem svæðisleiðsögumenn á Norðurlandi.

Fleiri fréttir