Svavar í eins leiks bann
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.12.2008
kl. 11.25
Aganefnd KKÍ dæmdi á fundi sínum í gær Svavar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leikbann fyrir atvik sem átti sér stað í leik gegn KR í Iceland Express-deild karla. Aganefnd dæmir Svavar í eins leiks bann fyrir óhófleg mótmæli.
Bannið tekur gildi á hádegi í dag fimmtudag. Svavar verður því í banni á föstudag þegar Tindastóll mætir Íslandsmeisturum Keflavíkur í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ.