Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir sveitarstjóra
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið, sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins og á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar, segir að leitað sé eftir einstaklingi sem búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, hafi leiðtogahæfileika, geti tekið frumkvæði og búi yfir hugmyndaauðgi.
Um starfssvið sveitarstjóra segir meðal annars að hann hafi umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins og beri ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar og hafi yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum. Hann hafi náið samstarf við sveitarstjórn og annist undirbúning og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og annist upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa.
Æskilegt er að viðkomandi hafi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, hafi áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun og reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum og mannauðsmálum. Einnig er kostur að umsækjandi hafi þekkingu á sveitastjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu og háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Upplýsingar um starfið veitir Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2018.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.