Sveitarstjórn fundar um framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar
Boðað hefur verið til aukafundar í Sveitarstjórn Skagafjarðar nk. miðvikudag kl. 17:00 Aðeins er eitt mál á dagskrá, tillögur til fjárlaga 2011 og framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.
Sveitarstjórnarfulltrúar sátu í gær starfsmannafund á Heilbrigðisstofununinni þar sem farið var yfir áðurnefndar tillögur til fjárlaga. Þar er gert ráð fyrir stórfelldum niðurskurði á fjárveitingum til stofnunarinnar sem fela í sér að stofnunin verður vart rekin áfram í óbreyttri mynd. Gert er ráð fyrir um 30% niðurskurði á næsta ári til viðbótar við þau 11% sem skorið varð niður á þessu ári. Að óbreyttu gætu þessar tillögur þýtt að segja þyrfti upp á bilinu 30-40 starfsmönnum, sérstaklega er gert ráð fyrir niðurskurði á sjúkradeild.
-Ekki liggur annað fyrir en að taka höndum saman og berjast fyrir því að Alþingi og stjórnvöld leiðrétti þessar tillögur áður en svo þungbær skref verða stiginn gagnvart heilu samfélögunum á landsbyggðinni, segir Bjarni Jónsson í aðsendri grein hér á Feyki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.