Sviðamessa á Vatnsnesi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
24.10.2008
kl. 10.06
Um síðustu helgi var haldin hin árlega Sviðamessa í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Mikill fjöldi fólks kom og naut veitinga og skemmtilegrar samveru undir dynjandi fjöldasöngs og undirspils og skemmtilegra veislustjóra.
Aðsóknin var það mikil að fjölga þurfti veisludögum í þrjú kvöld í stað tveggja eins og verið hefur undanfarin ár.
Sviðamessan nýtur mjög vaxandi vinsælda en það var á haustdögum 1998 að Húsfreyjurnar á Vatnsnesi ákváðu að endurvekja gamlar hefðir og bjóða til sviðamessu í Hamarsbúð. Þetta er því ellefta skiptið sem boðið er til þessarar hátíðar.