Sviðamessa húsfreyjanna á Vatnsnesi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.10.2014
kl. 15.47
Nú er opið fyrir pantanir á sviðamessu húsfreyjanna á Vatnsnesi í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Að þessu sinni verða hvorki meira né minna en þrjú kvöld, 10., 11. og 18 október nk. Allt er að verða klárt og frábærir veislustjórar og tónlistamenn munu koma fram öll þrjú kvöldin, segir í tilkynningu frá húsfreyjunum.
Miðaverð er kr. 4.000. Hægt er að panta hjá Báru, en eingöngu er tekið á móti pöntunum í síma 847 7845 (Bára) frá og með 6. - 9. okt. n.k. eftir kl. 17.