Sviðamessa um aðra helgi

Árleg sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin dagana 10. og 11. október næstkomandi og hefst borðhald klukkan 20:00 bæði kvöldin.
Það var á haustdögum árið 1998 að Sviðamessan var fyrst haldin í Hamarsbúð. Samkoma þessi er algjörlega vatnsnesk, fundin þar upp og sett á laggirnar af Húsfreyjunum. - Á borðum eru fyrsta flokks ný, söltuð og reykt svið, að ógleymdum sviðalöppum.
 
 
Eins og á öllum góðum mannamótum verður veislustjóri á staðnum sem heldur uppi glensi og gríni. Gott söngfólk sækir Sviðamessuna alla jafna, enda berst söngur með harmonikkuleik vítt um nesið þegar líða tekur á kvöldið.
Miðapantanir í síma 451 2696 (Heiða), eða 451 2661 og 893 2661 (Gulla). Hægt er að panta frá 4. okt. (laugardag.) kl. 13:00, til 9. október.
Miðaverð er kr. 3.000. Allur ágóði rennur til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar á Hvammstanga.

Fleiri fréttir