Sviðaveisla í Húnabúð 15. nóvember

Sviðaveislur eru orðnar vinsælir haustfagnaðir og mun Húnvetningafélagið halda eina slíka í Húnabúð í Reykjavík, laugardaginn 15. nóvember næstkomandi. Á matseðlinum verða svið og annar hefðbundin haustmatur.

Tekið verður á móti gestum frá klukkan 19:00 með ljúfri tónlist og borðhald hefst klukkan 20:00. Eftir borðhald verður tónlist úr djúpboxinu fram eftir kvöldi. Miðaverð er 3.500 krónur. Miðapantanir eru í síma 899 4852 og netfang je@oryggi.is. Panta þarf miða fyrir 10 nóvember, eins og segir í tilkynningu frá félaginu.

Fleiri fréttir