Svínavatn 2013 verður haldið á laugardaginn
Ísmótið á Svínavatni sem áður var frestað hefur nú verið sett á dagskrá nk. laugardag 9. mars og hefst stundvíslega kl. 11:00 á keppni í B-flokki, síðan A-flokki og endar á keppni í tölti. Skráningar eru um 100 og þar á meðal er fjöldi af þekktum og glæsilegum hestum. Eins og vant er verður gott hljóðkerfi og dagskránni útvarpað á fm 103,7.
Á staðnum verður salernisaðstaða og veitingasala þar sem hægt verður að nota greiðslukort. Lausaganga hunda og ungra barna ekki heimil. Ekki verður selt inn en vandaðar skrár verða seldar á 500. kr. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins.
