Svipmyndir úr Hofsrétt í Vesturdal
Það skiptust á skin og skúrir þegar réttað var í Hofsrétt í Vesturdal síðastliðinn laugardag. Veðrið var reyndar með allra besta móti, hlýtt og stillt og væsti ekki um gesti og gangnamenn.
Pétur Ingi Björnsson ljósmyndari var á staðnum og myndaði eins og vitlaus maður og gaf Feyki.is góðfúslegt leyfi til að birta hér nokkrar fínar myndir.
Þá er beðist velvirðingar á því að blm. hefur gert þau skemmtilegu mistök að nafngreina réttina vitlaust ár eftir ár en Hofsrétt hefur vanalega orðið að Hlíðarrétt í meðförum hans. Hofsrétt skal Hofsrétt vera.