Synjað um leyfi fyrir riffilbraut

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar hefur synjað beiðni Skotfélagsins Markviss um leyfi fyrir 200 m riffilbraut með möguleika á lengingu í 300 m. Í fundargerð segir að núverandi staðsetning sé ekki í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030 og því ljóst að breyta þyrfti aðalskipulagi og að gera deiliskipulag fyrir svæðið.

„Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd hefur einnig skoðað hvort aðrir kostir væru til uppbyggingar á aðstöðu fyrir félagið án þess að það hafi leitt til annarrar niðurstöðu. Þar sem fyrir liggur að ekki er hægt að afgreiða erindið þar sem heimildir skortir í skipulagi er erindinu hafnað,“ segir í fundargerð.

Fram kemur að þetta er í annað sinn sem nefndin fjallar um beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir skotfélagssvæðið, síðast á fundi þann 11. júlí 2013, og mælti ekki með því á þeim fundi að endurskoða aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030.

Fleiri fréttir