Team Leiknir og Íbishóll/Sunnuhvoll unnu sér sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka Meistaradeildar KS 2019 í hestaíþróttum fór fram sl. miðvikudagskvöld þar sem fimm lið börðust um þau tvo sæti sem voru laus í keppni vetrarins. Tveir úr hverju liði öttu kappi í hvorri greininni, fimmgangi og fjórgangi. Fór svo að liðin Team Leiknir og Íbishóll/Sunnuhvoll stóðu hæst í lokin og bætast við þau lið sem þegar áttu sæti í KS deildinni.

1 Team Leiknir - einkunn 6,21
2 Íbishóll/Sunnuhvoll - einkunn 6,0
3 Guðmundarliðið - einkunn 5,71
4 Lið 21,4 - einkunn 5,57
5 Tølthester - einkunn 3,62

Fyrsta keppniskvöldið í KS deildinni 2019 fer fram 13. febrúar:

13. feb. - Gæðingafimi -Sauðárkrókur
27. feb. - Slaktaumatölt - Sauðárkrókur
13. mars - Fimmgangur - Akureyri
27. mars - Fjórgangur - Sauðárkrókur
12.  apríl - Tölt og Flugskeið – Sauðárkrókur

Sjá nánar á Facebooksíðu KS deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir