Textílmiðstöðin sýnir á HönnunarMars

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Textílmiðstöð Íslands stendur fyrir sýningunni Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð á HönnunarMars 2020 , í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eins og nafnið bendir til var ætlunin að hátíðin yrði haldin í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní.  

Sýningin er staðsett að Hverfisgötu 82, Bismút gallerí í Reykjavík, og verður þar kynntur afrakstur tveggja verkefna Textílmiðstöðvar Íslands sem sýna fram á möguleika í stafrænni tækni í vefnaði og hönnun.

Á sýningunni verða prufur, efni og áklæði sem eru ofin í TC2 stafrænum vefstól byggð á gömlum vefnaðarmunstrum auk nýrra hugmynda að hönnun fyrir textílvörur unnið í samstarfi Textílmiðstöðvar og Myndlistaskólann í Reykjavík.

Formleg opnun verður miðvikudaginn 24. júní frá kl. 17:00 - 20:00. Aðra daga verður opið frá kl. 12:00 - 17:00.
Allir velkomnir!

Fleiri upplýsingar má finna á heimasíðu HönnunarMars, https://honnunarmars.is

/Fréttatilkynning

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir