Það er að koma sundlaug
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
24.03.2009
kl. 08.28
Sunddýrkendur á Blönduósi og í nágrenni hafa ástæðu til þess að gleðast því þessa dagana eru að koma mynd á nýja sundlaug og sundlaugargarð á Blönduósi.
Lokið er við að steypa efri plötuna í sundlaugargarðinum en hann er yfir
öllum lagnakjallaranum. Fyrir nokkru síðan var lokið við að steypa
pottana, vaðlaugin og sundlaugina og kemur þetta afar vel í ljós þegar
lokið var við plötuna í morgun. Undir lok síðustu viku var steypt úr um 70 rúmmetrum af steypu sem er með því mesta sem hefur verið steypt í einum áfanga í verkinu. Veggurinn á norðurbyggingunni var einnig steyptur þannig að framvinda verkefnisins er góð og heildarsvipurinn er óðum að koma á fram.