Það er brjálað veður - Öllum skólum í Skagafirði aflýst

Það er skemmst frá því að segja að veðrið úti er ekki með besta móti en samkvæmt spánni á ekki að fara að ganga niður fyrr en síðdegis í dag. Spáin gerir ráð fyrir norðaustan 18-25 og snjókomu en 13-20 og él síðdegis. Norðaustan 5-10 og stöku él á morgun. Frost 2 til 6 stig en 5-10 á morgun.

Hvað færð á vegum varðar þá er ekket ferðaveður og best að halda kyrru fyrir. Núna klukkan sjö voru 20 metrar að norðaustan og snjókoma á Bergsstöðum. Á Blönduósi var norðan 13 og snjókoma.

Búið er að aflýsa öllum skólum í Skagafirði í dag vegna veðurs.

Fleiri fréttir