Þak byrjaði að fjúka á Starrastöðum
feykir.is
Skagafjörður
11.04.2011
kl. 08.24
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var í gærkvöld kölluð út að bænum Starrastöðum í Lýtingsstaðahrepp þar sem þak var að byrja að fjúka af stóru gróðurhúsi á bænum. Mikil rósarækt er á Starrastöðum en björgunarsveitarmenn negldu niður plastplötur og gengu frá þakinu.
Vonskuveður var á Norðurlandi vestra í gærkvöld og var eitthvað um rúðubrot og minni háttar skemmdir.
