Þarftu að losa þig við jólatré?

Körfuknattleiksdeild Tindastóls ætlar á morgun og mánudag að sækja jólatré til þeirra sem þess óska á Sauðárkróki og koma í endurvinnslu gegn vægu gjaldi.

„Við verðum á ferðinni sunnudaginn 6. janúar og 7. janúar. Nánari upplýsingar í skilaboðum hér á Facebook og einnig hjá Guðlaugi í síma 867 5304,“ segir á Facebooksíðu deildarinnar. Upplagt að nýta sér þetta á aðeins 1.500 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir